Jólafár eftir Stefán Þór Steindórsson
18. desember, 2007

www.eyjar.net hefur ákveðið að setja á síðuna eitt jólalag á hverjum degi fram að jólum og í dag byrjum við á jólalagi eftir eyjamanninn Stefán Þór Steindórsson. Stefán setti nýverið á netið til spilunar jólalagið Jólafár en það er Stefán sem semur lag og texta lagsins.

Lagið fjallar um það að það eru ekki allir ánægðir með þá efnishyggju sem einkennir oft jólin og önnur jólalög nú til dags. En í textanum segir m.a:

Ég umkringd gjöfum,
frá fjarskyldum frænkum sem mér vilja vel.
Alpahúfur, ullarsokka, en hvorki legg né skel
Sameiginlegt hafa þær slæman fatasmekk

Jólafár er á vefsíðu Mekbuka http://www.myspace.com/mekbuda sem er verkefni Stefáns Þórs og Gunnhildar Júlíusdóttur en samstarfs þeirra hófst í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna. Gunnhildur sér um sönginn í laginu og Stefán sér um allan hljóðfæraleik ásamt upptöku og útsetningu á laginu.

Á vefslóðinni http://www.myspace.com/mekbuda er einnig að finna annað lag sem að Mekbuka sendi frá sér síðastliðið sumar.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst