Nú er það orðið staðfest.að RISADANSLEIKUR verður haldin þann 6 janúar 2008 nánar tiltekið á Þrettándanum í Höllinni. Það er stórsveitin Síðan skein Sól með Helga Björns í broddi fylkingar sem mun trylla okkur Eyjaskeggja og halda uppi fjöri fram á nótt.
Nokkuð er liðið frá síðustu heimsókn þeirra félaga úr SSSÓL og lofar stuðpinninn og stemmingskóngurinn Helgi Björns hriklegri stemmingu og fjör og fjöri á ballinu…
Forsala miða mun fara fram í Höllinni milli 14 og 15 Laugardaginn 6 janúar..miðaverð 2500 kr
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst