Eyjamenn rúlluðu yfir Reyni

Eyjamenn unnu góðan útisigur á Reyni Sandgerði í kvöld. Skoruðu Eyjamenn sex mörk en heimamenn náðu ekki að koma boltanum í netið hjá gestunum. (meira…)

Lóðsinn dró það út afturábak

Á áttunda tímanum í kvöld dró Lóðsinn í Vestmannaeyjum út stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í Vestmannaeyjum. Það var skemmtiferðaskipið Discovery sem kom til Eyja í morgun. (meira…)

Samkomulag um fleiri ferðir með Herjólfi

Á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú tilkynnti samgönguráðherra, Kristján Möller að samkomulag hefði náðst um aukaferðir Herjólfs. Í tillögur samgönguráðherra er gert ráð fyrir að skrifað verði undir samkomulag um 15 árlegar viðbótarferðir með Herjólfi árin 2008 til 2010 en ferðum Herjólfs hefur verið fjölgað verulega á þessu ári. (meira…)

Fyrirtækið flytur ef ekki finnst starfsfólk

Fyrir skömmu keypti fyrirtækið Prjónaver á Hvolsvelli prjónastofuna Janus í Kópavogi. Starfsemi þess var innlimuð í verksmiðju Prjónavers og stóð til að fjölga starfsmönnum um helming í kjölfarið. Það hefur ekki gengið eftir vegna hörguls á starfsfólki. Standi það ekki til bóta neyðist Prjónaver til að flytja alla starfsemi sína annað, að sögn Loga Guðjónssonar, […]

Manngerðar hörmungar Eyjamanna

Það er ósanngjarnt að kenna ríkisstjórninni um þær hörmungar sem sjávarútvegurinn gengur nú í gegnum vegna kvótaniðurniðurskurðar þó okkur greini aðeins á um hversu langt eigi að ganga í niðurskurði. (meira…)

Á 30 mínútum að bát sem rakst á rekald milli Brands og Álseyjar

Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum var kallað út í gær til að aðstoða trillu sem rakst á rekald milli Brands og Álseyjar. Leki kom að bátnum. Þór var kominn að trillunni tæpum 30 mínútum eftir að kallið kom. Annar bátur var nærstaddur og aðstoðaði hann trilluna til hafnar en Þór fyldi með. (meira…)

Vandi Eyjamanna

Bættar samgöngur eru mál málanna í Vestmannaeyjum eins og víða annars staðar. Skyljanlega krefjast Eyjamenn bættra samgangna. Það er krafa nútímans að geta ferðast og skroppið þegar maður vill. (meira…)

Umsvifamikil í sorpinu

Selfyssingurinn Jón Þórir Frantzson keypti á dögunum 90% hlut í Íslenska gámafélaginu. Viðskiptablaðið greindi frá kaupunum og sagði fyrirtækið velta tveimur milljörðum á ári. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.