Fyrir skömmu keypti fyrirtækið Prjónaver á Hvolsvelli prjónastofuna Janus í Kópavogi. Starfsemi þess var innlimuð í verksmiðju Prjónavers og stóð til að fjölga starfsmönnum um helming í kjölfarið. Það hefur ekki gengið eftir vegna hörguls á starfsfólki. Standi það ekki til bóta neyðist Prjónaver til að flytja alla starfsemi sína annað, að sögn Loga Guðjónssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst