Flugfélag Íslands bættir við einni vél á mánudaginn.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir sætum hjá Flugfélagi Íslands þá hefur Flugfélagið ákveðið að bæta við einni Fokker 50 sæta vél á mánudag. Brottför héðan með þessari aukavél er klukkan 08:15 frá eyjum.Hægt er að bóka sæti í vélina á www.flugfelag.is og í síma 570-3030 (meira…)
Hústjaldborgin að rísa í Herjólfsdal

Hústjaldborgin hvíta er nú að rísa í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Til stóð að leyfa heimamönnum að byrja að tjalda í dalnum klukkan 13 í dag en margir voru mættir í gærkvöldi með bönd og hæla til að merka sér stæði. Þjóðhátíðin verður sett formlega á morgun en í kvöld verður svonefnt húkkaraball í Eyjum sem […]
Hún nálgast…

Jæja krakkar, það er Þjóðhátíð í vændum og það er ekki laust fyrir að maður sé að verða svolítið spenntur! Þetta er búið að vera fljótt að koma, sérstaklega í ljósi þess að maður hefur haft nóg að gera fyrir þessa hátíðina, eins og vanalega. Við bræðurnir í VKB erum að gefa út okkar þriðja […]
Vilja nýjan Herjólf

Vinstri grænir á Suðurlandi vilja að fenginn verði nýr Herjólfur til að leysa núverandi skip af hólmi á leiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn. Skipið skuli fullnægja flutningsþörfinni og fara 3 ferðir á sólarhring. Þá ítreka Vinstri græn að ákvörðun um gjaldskrá skipsins taki mið af því að leiðin sé þjóðvegur. Vinstri grænir segja að ákvörðun um […]
Veðrið eins og það gerist best í eyjum

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um væntanlegt þjóðhátíðarveður og breytast veðurspár daglega. Í dag er sól og blíða í Vestmannaeyjum og það ætti ekki að fara illa um nokkurn þjóðhátíðargest sem komin er til eyja. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands þá er spáð einhverri ofankomu og vindi í kvöld og fyrriparti föstudags en á laugardag […]
Fréttir frá Eyjum á Vaktin.net

Frá og með deginum í dag færast fréttir tengdar Vestmannaeyjum og fréttablaðinu Vaktinni af eyjar.net yfir á www.vaktin.net. Er þetta gert til að skapa meiri tengsl á milli fréttablaðsins Vaktarinnar og netmiðils. Á fréttavefnum www.vaktin.net verður að finna fréttir og upplýsingar um allt það helsta sem er að gerast í Vestmannaeyjum. (meira…)
Fyrstu Þjóðhátíðargestir mættir
Nokkur ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en engin vandamál hlutust af. Fyrstu þjóðhátíðargestir eru mættir, segir lögreglan í Eyjum. Lögregla hafði fregnir af ríg vegna tjaldstæða á hátíðarsvæðinu en hafði ekki afskipti af því. (meira…)
Steingrímur með þrennu á gamla heimavellinum
KFS vann afar mikilvægan sigur á Árborg í gærkvöldi en leikur liðanna fór fram á Hásteinsvellinum. Lokatölur urðu 5:2 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2:1 fyrir Eyjamenn. Steingrímur Jóhannesson fór mikinn í liði KFS en hann skoraði þrennu í leiknum og kunni greinilega vel við sig á sínum gamla heimavelli enda skoraði hann […]
Stuðmenn fóru með björgunarbátnum Þór

Einar Örn Jónsson tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Í Svörtum Fötum er að koma á sína áttundu þjóðhátíð en hann hefur spilað á fimm þjóðhátíðum og verið sem almennur þjóðhátíðargestur á tveimur. Eyjar.net sendu Einari nokkrar spurningar varðandi hans hlið á þjóðhátíðinni. Afhverju þjóðhátíð í eyjum? Einstök hátíð á einstökum stað, auk þess sem það er […]
Það er tvennt sem þjóðhátíðarnefnd ræður ekki við

Fyrr í kvöld birti eyjar.net frétt um þjófstart í merkingu fyrir þjóðhátíðartjöld í Herjólfsdal og hafði þá fyrr um kvöldið mikill fjöldi eyjamanna mætt í Herjólfsdal til að ná sér í góða staðsetningu fyrir komandi helgi.Í þeirri frétt kom fram að tjöldun yrði leyfð klukkan 13:00 fimmtudag, en rétt fyrir 23:00 byrjaði fjörið á ný […]