KFS vann afar mikilvægan sigur á Árborg í gærkvöldi en leikur liðanna fór fram á Hásteinsvellinum. Lokatölur urðu 5:2 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2:1 fyrir Eyjamenn. Steingrímur Jóhannesson fór mikinn í liði KFS en hann skoraði þrennu í leiknum og kunni greinilega vel við sig á sínum gamla heimavelli enda skoraði hann ófá mörkin fyrir ÍBV á sama velli á sínum tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst