Lundaveiðitímabili lokið

Nú er lundaveiðitímabilinu árið 2007 lokið og fyrir þetta tímabil ákváðu félagar í Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja að leyfa lundanum njóta vafans og veiða sér bara í soðið. Lítið hefur verið um sandsíli við Vestmannaeyjar og er það ákveðið áhyggjuefni varðandi næsta lundaveiðitímabil og komandi pysjutíma. Eyjar.net sendu spurningar á nokkra lundaveiðikarla til að fá smá fréttir […]

Stærð Bakkaferju og aðstæður við Bakkafjöru spila saman

Í viðtali sem flutt var á Rás 1 ríkisútvarpsins sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn greindi Grétar Mar Jónsson alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi frá viðhorfum sínum og skoðunum til áforma um að bæta samgöngur milli Vestmannaeyja og lands með því að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru og halda úti ferju í siglingum milli Vestmannaeyjahafnar og Bakka. Alþingismaðurinn […]

Veglokanir vegna akstursíþrótta

28. alþjóðarallið á Íslandi, Rally Reykjavík, hefst í dag og lýkur á laugardag. Stærstur hluti rallsins er ekinn á Suðurlandi og eru vegir lokaðir almennri umferð á meðan á keppni stendur. (meira…)

Upplýsingaskilti um legstaði í garðinum

Hinn 8. ágúst sl. færðu frú Hrefna Guðmundsdóttir og synir hennar, Kotstrandarkirkjugarði upplýsingaskilti að gjöf til minningar um Sigurð Gísla Guðjónsson, sem fæddur var 21. nóvember 1924 og lést þann 8. ágúst 1995. (meira…)

Kvartað yfir hraðakstri

Íbúar í Búðarhverfi, sunnan við Þorlákshöfn, hafa ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem kvartað er yfir hraðakstri um hverfið. Í bréfinu er lagt til að settar verði upp hraðahindranir á stofnvegi hverfisins, Biskupabraut. Erindið verður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar næstkomandi þriðjudag. (meira…)

Athugasemdir vegna ummæla Grétars Mars Jónssonar alþingismanns um áform um Bakkahöfn

Í viðtali sem flutt var á Rás 1 ríkisútvarpsins sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn greindi Grétar Mar Jónsson alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi frá viðhorfum sínum og skoðunum til áforma um að bæta samgöngur milli Vestmannaeyja og lands með því að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru og halda úti ferju í siglingum milli Vestmannaeyjahafnar og Bakka. Alþingismaðurinn […]

Biðlistum útrýmt

Á mánudag voru vígðar tvær nýjar deildir við leikskólann Óskaland í Hveragerði. Öllum börnum frá 18 mánaða aldri í Hveragerði er þar með tryggt leikskólapláss, að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra. Reiknað er með að deildirnar verði komnar í fulla notkun í haust. (meira…)

Pósturinn vill lóð við Miðstræti

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir umsókn frá Íslandspósts ehf. sækir um lóðir nr. 20 til 24 við Miðstræti. Óskað er eftir að sameina lóðirnar undir byggingu nýs pósthúss og póstdreifingarstöðvar í Vestmannaeyjum. (meira…)

Svekkelsi og paprikur

Það var frekar svekkjandi að vera ekki með í leiknum um helgina. Bæði vegna þess að liðin tvö sem mættust, Hannover og Hamburg eru erkióvinir, og tveir af mínum bestu vinum voru hér í heimsókn og komu á leikinn. Strákarnir sem komu til mín eru báðir æskufélagar úr Vestmannaeyjum. Annar þeirra hefur komið nokkrum sinnum […]

Arnór bakari í byggingahugleiðingum

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs lá fyrir umsókn frá Arnóri Hermannssyni og Helgu Jónsdóttur f.h. Baksturs og veislu ehf. um lóð nr. 29 til 31 við Vestmannabraut fyrir byggingu á iðnaðar- og verslunarhúsi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.