Í viðtali sem flutt var á Rás 1 ríkisútvarpsins sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn greindi Grétar Mar Jónsson alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi frá viðhorfum sínum og skoðunum til áforma um að bæta samgöngur milli Vestmannaeyja og lands með því að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru og halda úti ferju í siglingum milli Vestmannaeyjahafnar og Bakka. Alþingismaðurinn lét í ljós þá skoðun að fjárhagsáætlanir þær sem gerðar hafa verið vegna verkefnisins væru óraunhæfar og kostnaður við það hlyti að fara langt fram úr þeim. Einnig lýsti hann því yfir í útvarpsviðtalinu að fólksflutningar um ferjuhöfn á Bakkafjöru yrðu hættulegir vegna grynninga við ströndina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst