Það var frekar svekkjandi að vera ekki með í leiknum um helgina. Bæði vegna þess að liðin tvö sem mættust, Hannover og Hamburg eru erkióvinir, og tveir af mínum bestu vinum voru hér í heimsókn og komu á leikinn.
Strákarnir sem komu til mín eru báðir æskufélagar úr Vestmannaeyjum. Annar þeirra hefur komið nokkrum sinnum áður enda verið við nám í Danmörku. Hinn var að koma í fyrsta skiptið. Sá var að fara á svona alvöru fótboltaleik og skemmti sér konunglega.
Ég veit ekki alveg hvað þjálfarinn er að hugsa með að hafa mig ekki í hópnum. Ég er búinn að standa mig mjög vel á undirbúningstímabilinu og er við að komast í sama form og ég var í hjá Halmstad.
En þjálfarinn var að kaupa leikmenn sem hann vill greinilega prófa áður en hann gefur mér séns.
Það er frústrerandi að fá ekki að sanna sig en ég ætla að vera þolinmóður og bíða eftir mínu tækifæri.
En ég nenni ekki að svekkja mig meira á þessu og ætla að snúa mér aftur að matseldinni hérna heima.
Í kvöld ætla ég að bjóða upp á sérstakan rétt sem ég og konan fáum okkur oft. Ég byrja á því að steikja hakk upp úr hvítlauk og rauðlauk. Því næst fá nokkur leynikrydd að fljúga í hakkið sem ég set síðan í papriku sem ég er búinn að skera í tvennt og taka innan úr.
Ég set svo ost ofan á og hendi fylltri paprikunni í ofninn. Þegar osturinn er svo bráðnaður og þetta er búið að grillast í smá tíma snæðum við þetta með hvítlauksbrauði og hrísgrjónum.
Verði ykkur, og mér, að góðu.
Gunnar Heiðar
http://blogg.visir.is/gunnarheidar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst