ÍBV búið að fá einkaleyfi á Húkkaraballi

ÍBV íþróttafélag hefur nú tryggt sér einkaleyfi á nafninu Húkkaraball. Félagið sótti um einkaleyfi fyrir þremur nöfnum sem tengjast öll hátíðahöldunum í Herjólfsdal í byrjun ágúst en það voru auk Húkkaraballs orðin Þjóðhátíð og Brekkusöngur. Félagið fékk hins vegar synjun á einkaleyfi fyrir notkun á tveimur síðarnefndu orðunum. (meira…)
ÍBV-Íþróttafélag á nú nafnið Húkkaraball

ÍBV-Íþróttafélag sótti fyrir skemmstu um einkaleyfi á þremur nöfnum/orðum er tengjast Þjóðhátíðinni. Í fyrsta lagi ,,Þjóðhátíð”, í öðru lagi ,,Brekkusöngur” og í þriðja lagi ,,Húkkaraball”. Fyrstu tveimur nöfnunum var hafnað en ,,Húkkaraball” var samþykkt. Þetta er að gert í gamni sem og alvöru, enda eru þessi þrjú nöfn stór hluti af Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem ÍBV […]
Leikmaður ÍBV í landsliðsúrtaki

Alexander Jarl Þorsteinsson var valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U-93 landsliðinu. Um 47 strákar voru í úrtakinu og verður hópnum skipt í tvennt á næstunni og í framhaldinu boðaðar æfingar fyrir hópana í sitt hvoru lagi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Alex eða fleiri úr ÍBV fæddir 1993 og síðar […]
Komnir út á Atlantshafið á ný.

Jæja þá er löndun lokið og erum við farnir á sjóinn á ný. Löndun kláraðist um miðnótt og var haldið strax á miðin og stefnan er tekin á Rauða torgið þar sem við enduðum í síðasta túr. Það á að heilfrysta núna og erum við 18 í áhöfn núna. Fastamennirnir eru margir í sumarfríum enn […]
Selma Ragnars opnaði “showroom” síðustu helgi
Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari og Harpa Einarsdóttir fatahönnuður opnuðu saman “showroom” sem er einskonar lítil búð sem staðsett er í fremra rými vinnustofu þeirra í Kjörgarði, Laugavegi 59 á 3.hæð. Þar er hægt að skoða og panta flíkur í sinni stærð. Samstarf þeirra hófst fyrr á þessu ári og framleiða þær undir merkinu STARKILLER. […]