Jæja þá er löndun lokið og erum við farnir á sjóinn á ný. Löndun kláraðist um miðnótt og var haldið strax á miðin og stefnan er tekin á Rauða torgið þar sem við enduðum í síðasta túr. Það á að heilfrysta núna og erum við 18 í áhöfn núna. Fastamennirnir eru margir í sumarfríum enn svo við erum með þrjá nýja með okkur þennan túrinn
Ian Howard, skotinn sem stillti upp flökunarvélarnar hjá okkur er kominn um borð aftur og í þetta skiptið sem einn af áhöfninni. Hann er sem sagt hættur hjá VMK og kominn til okkar. Ég held að aðalástæðan fyrir því að hann kom til okkar vera sú að við erum svo skemmtilegir.
Himmi kokkur er kominn aftur um borð og er hann í þessum töluðu orðum að græja skötuselin sem kom inn með trollinu um daginn. Þetta var 25-30 kílóa skepna og var hann fastur í belgnum en ég náði honum úr áður en hann endaði inn á tromlu. Kokkurinn ætlar að djúpsteikja hann og verður það örugglega gott.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst