Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari og Harpa Einarsdóttir fatahönnuður opnuðu saman “showroom” sem er einskonar lítil búð sem staðsett er í fremra rými vinnustofu þeirra í Kjörgarði, Laugavegi 59 á 3.hæð. Þar er hægt að skoða og panta flíkur í sinni stærð. Samstarf þeirra hófst fyrr á þessu ári og framleiða þær undir merkinu STARKILLER. Þær hafa verið að þróa þessa línu síðan í apríl og héldu þær sína fyrstu sýningu á “Made in Iceland” grasrótar fatahönnunarsýningunni í Loftkastalanum í lok maí s.l.
STARKILLER verður opið þriðjudaga-föstudaga 14-18 og eftir samkomulagi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst