Rann til í slabbi

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur í Kömbunum um sjö leytið í kvöld. Veginum var lokað í kjölfarið en opnaður aftur um klukkan hálf níu. (meira…)

Báðum leikjunum frestað

Nú er komið í ljós að bæði knattspyrnu- og handboltaleik sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Í knattspyrnunni átti ÍBV að leika gegn Grindavík en í handboltanum átti ÍBV að spila gegn Fram í fyrsta leik Íslandsmótsins. Báðir leikirnir munu hins vegar fara fram á morgun, á sama tíma. […]

Leik ÍBV og Grindavíkur frestað

Leik ÍBV og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, sem átti að hefjast núna klukkan 14.00 hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið flugfært milli lands og Eyja í dag eða í morgun og enn er ófært. Líklegt er að leikurinn verði á sama tíma á morgun en það hefur ekki fengist staðfest. […]

Hvalir í höfninni í Vestmannaeyjum

Tveir hvalir hafa verið að dóla í höfninni í Vestmannaeyjum í dag, nánar tiltekið við Friðarhöfn. Talið er að um sé að ræða tvær andarnefjur og allt bendir til þess að þær hafi villst inn í höfnina og rati ekki út aftur. Eins og gefur að skilja vakti koma hvalanna mikla athygli enda ekki á […]

Vinir Ketils Bónda opna dansskóla í eyjum

Óstaðfestar heimildir úr vinnuskúr Steina og Olla gefa það til kynna að félagsskapurinn Vinir Ketils Bónda hafi sótt um styrk hjá Vaxtarsamningi Vestmannaeyja og Suðurlands vegna reksturs á Dansskóla Ketils Bónda. Félagar Ketils Bónda hafa undanfarið verið að skoða húsnæði undir starfsemi sína sögur herma að þeir félagar horfi hýru auga til húsnæðis Betel safnaðarins […]

Vill afnema veiðigjald af útgerðum

Elliði Vignisson í Vestmannaeyjum vill afnema veiðileyfagjald af útgerðum. Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða um 120 milljónir á ári í veiðileyfagjald. Hann segir það ekki rétt af ríkisstjórninni að lofa einhverjum mótvægisaðgerðum og innheimta á sama tíma sértækan skatt af sjávarútvegsfyrirtækjum. Elliði segir að hagkerfi Vestmannaeyja verði fyrir 3,6 milljarða króna tapi vegna niðurskurðar á þorskvóta. […]

Hnefaleikafélagið fær aðstöðu í Félagsheimilinu

Hnefaleikafélag Vestmannaeyja hefur fengið framtíðar húsnæði undir æfingar sínar en félagið hefur verið á “götunni” undanfarna mánuði eftir að það missti síðasta æfingarhúsnæði. Hnefaleikafélagið hefur nú fengið til afnota aðstöðu á efstu hæð í Félagsheimilinu. Hnefaleikafélagið er ungt en öflugt félag og mun þessi nýja aðstaða þeirra efla félagið til muna. Félagið fékk að gjöf […]

Afmælishátíðin hafin

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, setti afmælishátíð Selfossbæjar í Sigtúnsgarðinum í kvöld. Athöfnin var að lokinni vel heppnaðri skrúðgöngu um bæinn með bæjarbúum, fornbílaeigendum, skátum og mótorhjólamönnum. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.