Rann til í slabbi

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur í Kömbunum um sjö leytið í kvöld. Veginum var lokað í kjölfarið en opnaður aftur um klukkan hálf níu. (meira…)
Báðum leikjunum frestað

Nú er komið í ljós að bæði knattspyrnu- og handboltaleik sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Í knattspyrnunni átti ÍBV að leika gegn Grindavík en í handboltanum átti ÍBV að spila gegn Fram í fyrsta leik Íslandsmótsins. Báðir leikirnir munu hins vegar fara fram á morgun, á sama tíma. […]
Leik ÍBV og Grindavíkur frestað

Leik ÍBV og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, sem átti að hefjast núna klukkan 14.00 hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið flugfært milli lands og Eyja í dag eða í morgun og enn er ófært. Líklegt er að leikurinn verði á sama tíma á morgun en það hefur ekki fengist staðfest. […]
Hvalir í höfninni í Vestmannaeyjum

Tveir hvalir hafa verið að dóla í höfninni í Vestmannaeyjum í dag, nánar tiltekið við Friðarhöfn. Talið er að um sé að ræða tvær andarnefjur og allt bendir til þess að þær hafi villst inn í höfnina og rati ekki út aftur. Eins og gefur að skilja vakti koma hvalanna mikla athygli enda ekki á […]
Vinir Ketils Bónda opna dansskóla í eyjum

Óstaðfestar heimildir úr vinnuskúr Steina og Olla gefa það til kynna að félagsskapurinn Vinir Ketils Bónda hafi sótt um styrk hjá Vaxtarsamningi Vestmannaeyja og Suðurlands vegna reksturs á Dansskóla Ketils Bónda. Félagar Ketils Bónda hafa undanfarið verið að skoða húsnæði undir starfsemi sína sögur herma að þeir félagar horfi hýru auga til húsnæðis Betel safnaðarins […]
Vill afnema veiðigjald af útgerðum

Elliði Vignisson í Vestmannaeyjum vill afnema veiðileyfagjald af útgerðum. Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða um 120 milljónir á ári í veiðileyfagjald. Hann segir það ekki rétt af ríkisstjórninni að lofa einhverjum mótvægisaðgerðum og innheimta á sama tíma sértækan skatt af sjávarútvegsfyrirtækjum. Elliði segir að hagkerfi Vestmannaeyja verði fyrir 3,6 milljarða króna tapi vegna niðurskurðar á þorskvóta. […]
Hnefaleikafélagið fær aðstöðu í Félagsheimilinu

Hnefaleikafélag Vestmannaeyja hefur fengið framtíðar húsnæði undir æfingar sínar en félagið hefur verið á “götunni” undanfarna mánuði eftir að það missti síðasta æfingarhúsnæði. Hnefaleikafélagið hefur nú fengið til afnota aðstöðu á efstu hæð í Félagsheimilinu. Hnefaleikafélagið er ungt en öflugt félag og mun þessi nýja aðstaða þeirra efla félagið til muna. Félagið fékk að gjöf […]
Afmælishátíðin hafin

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, setti afmælishátíð Selfossbæjar í Sigtúnsgarðinum í kvöld. Athöfnin var að lokinni vel heppnaðri skrúðgöngu um bæinn með bæjarbúum, fornbílaeigendum, skátum og mótorhjólamönnum. (meira…)