Leik ÍBV og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, sem átti að hefjast núna klukkan 14.00 hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið flugfært milli lands og Eyja í dag eða í morgun og enn er ófært. Líklegt er að leikurinn verði á sama tíma á morgun en það hefur ekki fengist staðfest.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst