Tveir hvalir hafa verið að dóla í höfninni í Vestmannaeyjum í dag, nánar tiltekið við Friðarhöfn. Talið er að um sé að ræða tvær andarnefjur og allt bendir til þess að þær hafi villst inn í höfnina og rati ekki út aftur. Eins og gefur að skilja vakti koma hvalanna mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem hvalir birtast í höfninni, hvað þá tveir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst