Situr ekki í súpunni

Á dögunum var enn aukið við þjónustuna í Skálanum í Þorlákshöfn. Nú er súpa dagsins í boði í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30 til 13:30. Verður kappkostað að bjóða gestum hinar ýmsu súputegundir þannig að viðskiptavinir sitja ekki að sömu súputegundinni nema á margra daga fresti. (meira…)

Samstarf sunnlenskra safna eflt

Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja. Meðal markmiða með stofnun safnaklasans er að efla samstarf safnanna á svæðinu t.d. með sameiginlegum uppákomum og miðlun safnmuna milli safna. Undirbúningur þessa samstarfs hófst sl. vor með fundum sem Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og SASS boðuðu til. Á fundina mætti safnafólk af öllu svæðinu […]

Íslandsmótið hefst um helgina hjá 8.flokk

Um helgina hefst íslandsmótið hjá yngri flokkunum. Vilja leikmenn 8.flokks koma skilaboðum áleiðis til allra stuðningsmanna, foreldra, ættingja og vina en þau eru skýr. Vilja þau biðja alla um að láta sjá sig uppí íþróttahúsi um helgina og styðja vel við sitt lið þegar 8.flokkur spilar við fjögur mjög sterk lið í b styrkleikariðli.  Leikjaniðurröðun er […]

Hvers eigum við að gjalda?

„En einn skuggi hvílir yfir þessu öllu saman, það er aðför stjórnvalda að Vestmannaeyjum. Fréttir hafa bent á í mörg ár hvernig atvinna og tekjur hafa verið færðar héðan með handafli í formi aflaheimilda sem hafa verið færðar öðrum án endur­gjalds,“ segir Ómar Garðarsson ritstjóri m.a. í grein sem hann kallar Vestmannaeyjar tækifærana. Er hann […]

Mikilvægt fyrir fólk að sjá að konur spila líka í efstu deild

Fyrr á þessu ári tók Frjáls verslun saman lista yfir hundrað áhrifamestu konur í íslensku viðskiptalífi. Ingibjörg Arnarsdóttir er ein þessara kvenna en hún starfaði í sex ár sem framkvæmdastjóri hjá Karli K. Karlssyni sem er ein stærsta heildverslun landsins. (meira…)

Nýju hverfin eru hugguleg en gömlu hverfin gleymast

„Það vantar mikið uppá að bæta aðgengi í þessum hverfum fyrir hjólreiðafólk og ekki síst fólk með barnavagna. Gangstéttarkantar eru víða háir, götur holóttar og göngustígar illa farnir.” Þetta segir Ágúst Morthens, íbúi í Miðengi á Selfossi. Hann sýndi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hvernig umhorfs er í eldri hverfum bæjarins í síðdegisgöngu sl. mánudag. (meira…)

�?nnur lundaböll eins og upphitun fyrir ballið eina sanna

Nú nálgast Lundaballið sem er einn af stóru viðburðunum í Vestmanna­eyjum. Lundaballið verður í Höll­inni á laugardaginn þar sem verður mikið um dýrðir og stefnir í góða aðsókn. Nú er komið að Elliðaeyingum að standa fyrir Lundaballinu en sagan hefur sýnt að ekkert úteyjafélag stendur þeim á sporði þegar kemur að því að halda lundaball. […]

Vinnslustöðin hefur gerst aðili að yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar

Gefin hefur verið út yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi. Að yfirlýsingunni standa aðilar í íslenskum sjávarútvegi; Sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnunin, Fiskistofa og Fiskifélag Íslands. Yfirlýsingin er liður í því að koma á framfæri upplýsingum um hvernig staðið er að fiskveiðum á Íslandi. Kröfur markaða um upplýsingar og staðfestingu á því að fiskur sé veiddur með ábyrgum […]

Helstu verkefni lögreglu frá 17. til 24. september 2007.

Lögreglan hafði í nógu að snúast í sl. viku og þá sérstaklega um helgina enda stóð þá yfir rannsókn á kæru vegna meintrar nauðgunar.  Þegar hefur verið gerð grein fyrir því máli í fjölmiðlum. Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir á niðurfallsröri frá þakrennu við Brekastíg 1. Leikur […]

Frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun

Á spjallborði www.eyjar.net hafa komið upp nokkrar áhugaverðar hugmyndir í nýsköpun tengdum Vestmannaeyjum. Eitt er að fá góða hugmynd og annað er að hrinda henni í framkvæmd og finna fjármagn til þess að koma hlutunum af stað. www.eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Hrafn Sævaldsson ráðgjafa hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og spurðum Hrafn út í Vaxtarsamning Suðurlands […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.