Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja. Meðal markmiða með stofnun safnaklasans er að efla samstarf safnanna á svæðinu t.d. með sameiginlegum uppákomum og miðlun safnmuna milli safna. Undirbúningur þessa samstarfs hófst sl. vor með fundum sem Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og SASS boðuðu til. Á fundina mætti safnafólk af öllu svæðinu og ákvað að snúa bökum saman með myndun klasans. Jafnframt var ákveðið að láta starf safnaklasans ná til allra tegunda safna, setra og sýninga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst