Minkur um borð í Stíganda VE

Í dag gerðist eitthvað sem ekki gerist á degi hverjum en minkur fannst um borð í togbátnum Stíganda VE, sem liggur nú við landfestar í Vestmannaeyjahöfn. Minkur er ekki landlæg plága í Vestmannaeyjum eins og víða um landið og því bæði óvenjulegt að sjá slíkt kvikindi þar, hvað þá um borð í fiskibáti. Menn brugðust […]
Landsmót Samfés gengur vel þrátt fyrir slæmt veður

Tæplega fjögur hundruð unglingar eru nú við leik og störf í Vestmannaeyjum en um helgina fer fram Landsmót Samfés. Í dag unnu krakkarnir í smiðjum, þar sem þau unnu í hópum að ákveðnum verkefnum, s.s. ljósmyndasmiðju, hárgreiðslusmiðju, sig-, klif- og sprangsmiðju. Eftir því sem blaðamaður komst næst skemmtu krakkarnir sér vel og létu vel af […]
Bændur létu vindgustinn ekkert á sig fá

Í dag tókst að hefja síðasta formlega golfmót tímabilsins, Bændaglímuna sem markar enda vertíðarinnar í golfinu hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Mótið átti upphaflega að fara fram laugardaginn 22. september en var frestað þá vegna veðurs. Veðrið í dag var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir golfíþróttina, sterkur vindur og kalt en kyflingarnir létu það ekkert á sig […]
Landssöfnun Kiwanis stendur sem hæst

Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum og aðstandendum þeirra, Lykill að lífi, stendur nú sem hæst. Um þúsund fótgönguliðar úr Kiwanisklúbbum um land allt ganga í hús, ásamt fjölmörgum aðstoðarmönnum sem leggja þeim lið við sölu K-lykilsins. Auk þess er sölufólk í verslunarmiðstöðvum og á öðrum fjölförnum stöðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Landssöfnun […]
Grunaður um ölvun við akstur eftir bílveltu

Undir kvöldmat í gærkvöldi var lögregla kölluð út vegna útafakstur á Hamarsvegi, skammt utan við bæinn. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllin fór út af veginum og fór eina veltu. Tveir voru í bílnum en sluppu að mestu ómeiddir frá veltunni. Ökumaðurinn er hins vegar grunaður um ölvun […]
Sunnlenska bókakaffið er eins árs

Sunnlenska bókakaffið er eins árs í dag, laugardag og það verður haldið upp á það klukkan tvö. Skáldin Matthías Johannesen og Þórunn Valdimarsdóttir heiðra okkur með upplestri og söngkonur stíga á stokk. (meira…)
�?rettán marka tap í Mosfellsbæ
Afturelding vann stórsigur, 42:29, á ÍBV þegar nýliðar N1-deildar karla mættust að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru með örugga forystu frá upphafi til enda og einungis spurning um hversu stór sigur þeirra yrði. Staðan í hálfleik var 19:11, Aftureldingu í vil. Þetta var annar sigur Aftureldingar í deildinni en ÍBV liðið situr sem […]
Stórsigur Aftureldingar á ÍBV

Afturelding vann stórsigur, 42:29, á ÍBV þegar nýliðar N1-deildar karla mættust að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru með örugga forystu frá upphafi til enda og einungis spurning um hversu stór sigur þeirra yrði. Staðan í hálfleik var 19:11, Aftureldingu í vil. Þetta var annar sigur Aftureldingar í deildinni en ÍBV liðið situr sem […]