Tæplega fjögur hundruð unglingar eru nú við leik og störf í Vestmannaeyjum en um helgina fer fram Landsmót Samfés. Í dag unnu krakkarnir í smiðjum, þar sem þau unnu í hópum að ákveðnum verkefnum, s.s. ljósmyndasmiðju, hárgreiðslusmiðju, sig-, klif- og sprangsmiðju. Eftir því sem blaðamaður komst næst skemmtu krakkarnir sér vel og létu vel af dvölinni þrátt fyrir norðan vindinn og kuldann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst