Eyjastemmning Egils

Eyjaflotinn er nú að tínast höfn fyrir jólin. Ýmist eru síldveiðiskipin búin með kvótann eða einfaldlega komin í jólafrí. Sama má segja með trollskipin, þau eru sum hver komin í jólafrí eða rétt ókomin. Egill Egilsson brá sér í kvöldgöngu í blíðunni og eins og oft lá leið hans niður að höfn. (meira…)

Bruni, óveður og átök

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá mest í kringum rannsókn á bruna í Fiskiðjunni og í kringum dansleik sem haldin var aðfaranótt sl. sunnudags í Týsheimilinu. (meira…)

Helstu verkefni lögreglu frá 10. til 17. desember 2007.

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá mest í kringum rannsókn á bruna í Fiskiðjunni og í kringum dansleik sem haldin var aðfaranótt sl. sunnudags í Týsheimilinu. Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk vegna óveðurs sem geisuðu hér í sl. viku en nokkuð var um að lausir munir […]

Bókmenntakvöld á Kaffi Kró í kvöld

Bókmenntakvöld verður á Kaffi Kró í kvöld og hefst klukkan 20.00 Kynntar verða mest seldu bækur bókaforlagsins Veraldar, Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur og Guðni – af líf og sál eftir Guðna Ágústsson. (meira…)

Engin lán til kvótakaupa

Svo virðist sem bankarnir hafi lokað fyrir lánveitingar vegna kvótakaupa í þorski vegna þess að verð er talið of hátt, að því er Vilhjálmur Ólafsson hjá Viðskiptahúsinu sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Iðulega hafa komist á samningar milli kaupenda og seljenda í haust um verð á varanlegum heimildum en bankarnir hafa sent þá til […]

Jólafár eftir Stefán Þór Steindórsson

www.eyjar.net hefur ákveðið að setja á síðuna eitt jólalag á hverjum degi fram að jólum og í dag byrjum við á jólalagi eftir eyjamanninn Stefán Þór Steindórsson. Stefán setti nýverið á netið til spilunar jólalagið Jólafár en það er Stefán sem semur lag og texta lagsins. Lagið fjallar um það að það eru ekki allir […]

Pínleg misstök í jólastressinu

Já það var heldur en ekki pínleg staða sem ég lenti í fyrr í dag. Þannig er að ég hafði samið jólalag og langaði að deila því með nokkrum vel völdum einstaklingum sem ég þekki. Lagið er á myspace síðunni hjá Mekbuda og því auðvelt að senda bara link á alla á msn contact listanum […]

Aflaverðmæti jókst um 4 milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 62,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2007, samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands samanborið við 58,3 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur eða 6,9% milli ára. Aflaverðmæti septembermánaðar var 4,3 milljarðar og lækkar um 1,6 milljarð frá september í fyrra. (meira…)

Þetta toppar endann á góðu ári

Margrét Lára Viðarsdóttir var í gær kjörin knattspyrnukona ársins hér á landi í þriðja sinn og annað árið í röð. Hún átti frábært ár með Val og landsliði Íslands og sló markamet með báðum liðum þrátt fyrir að vera ung að árum. ,,Ég átti alveg eins von á þessu en það voru þrjár frábærar knattspyrnukonur […]

Í jólaboð til ömmu bróður míns

Á stórhátíðum reynir á foreldra og þá skýrast fjölskyldutengslin upp sem hjá sumum eru orðin ansi flókin. Hvernig verður þetta hjá okkur um jólin?Nú þegar hin mikla fjölskylduhátíð nálgast standa yfir samningaviðræður í mörgum fjölskyldum um hvar börnin eigi að vera um jól og áramót. Hverjir ætla að vera hvar  á aðfangadag og hvernig umgengnin […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.