Heilsudagar í Skálholti

Um helgina verða heilsudagar með fjölbreyttri dagskrá í Skálholti. Markmið heilsudaga er að tengja saman kyrrð og heilsu til líkama og sálar. Þessir dagar eru opnir öllu áhugafólki um kyrrð og heilsu. Umsjón hafa Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari, Helga Hróbjartsdóttir kennari, Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir, Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla og Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Skráning er þegar […]

�?orrablót sem aldrei fyrr!

Þann 1. febrúar nk. ætlar Kvenfélag Hrunamannahrepps að halda þorrablót í fyrsta sinn. Fyrir allnokkrum árum sá Björgunarfélagið Eyvindur um þorrablót til margra ára hér í hreppnum en þegar þau blót lögðust af, tók Hótel Flúðir við boltanum og hefur haldið þorrablót fyrir Félag eldri borgara og jafnframt annað þorrablót fyrir almenning allan. Þegar sýnt […]

Almenningssamgöngur hófust í gærmorgun

Ókeypis almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarnanna í Árborg hófust í gær, miðvikudagsmorgun. Eknar verða sex ferðir á dag auk þess sem þrjár áætlunarferðir Þingvallaleiðar, sem tengjast áætlunarferðum við Reykjavík, eru fléttaðar inn í áætlunina. Í þeim ferðum er þó um að ræða aðra akstursleið innan þéttbýliskjarnanna. Leiðakorti og tímaáætlun hefur verið dreift inn á öll heimili og […]

FSu fer norður

Dregið var í 8-liða úrslit í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, á þriðjudagskvöld. Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands dróst gegn Menntaskólanum á Akureyri. (meira…)

Erfiðleikar í færðinni

Síðasta helgi var fremur róleg hjá lögreglunni á Selfossi utan hvað nokkrir ökumenn áttu í erfiðleikum í hálku og slæmri færð. Lögregla fékk tilkynningar um 20 umferðaróhöpp í vikunni.Þar á meðal voru bílveltur við Kögunarhól á sunnudag og við Þingborg á mánudag. Ökumenn og farþega sakaði ekki í þessum óhöppum. (meira…)

Fréttir og Kastljós í beinni frá Eyjum

Þakkagjörð fer fram í dag, miðvikudag 23 janúar, og litið til þess að allir íbúar Heimaeyjar björguðust þegar eldgos hófst á Heimaey fyrir 35 árum. Blysför hefst klukkan 18.45 stundvíslega frá Ráðhúsinu, ekki klukkan 19.00 eins og áður var auglýst, og fólk beðið um að mæta klukkan 18.30 til að undirbúa blys. Gengið verður sem […]

�?órarinn Ingi til reynslu hjá belgísku úrvalsdeildarliði

Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður ÍBV mun halda til reynslu hjá belgíska úrvaldsdeildarliðinu, KV Mechelen í byrjun næsta mánuðar. Þórarinn sem er 17 ára gamall heldur út þann 3. febrúar og verður í viku. KV Mechelen er í botnbaráttu í belgísku deildinni en liðið er í fimmtánda sæti eftir 18 leiki með 15 stig. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.