Þakkagjörð fer fram í dag, miðvikudag 23 janúar, og litið til þess að allir íbúar Heimaeyjar björguðust þegar eldgos hófst á Heimaey fyrir 35 árum. Blysför hefst klukkan 18.45 stundvíslega frá Ráðhúsinu, ekki klukkan 19.00 eins og áður var auglýst, og fólk beðið um að mæta klukkan 18.30 til að undirbúa blys. Gengið verður sem leið liggur upp Kirkjuveg og áð við Landakirkju. Gangan heldur svo áfram upp í Höll þar sem vönduð dagskrá verður í boði. Flutt verður tónlist og frásagnir sem tengjast gostímanum og öllum gestum verður boðið uppá brauð og súpu í Höllinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst