Ókeypis almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarnanna í Árborg hófust í gær, miðvikudagsmorgun. Eknar verða sex ferðir á dag auk þess sem þrjár áætlunarferðir Þingvallaleiðar, sem tengjast áætlunarferðum við Reykjavík, eru fléttaðar inn í áætlunina. Í þeim ferðum er þó um að ræða aðra akstursleið innan þéttbýliskjarnanna. Leiðakorti og tímaáætlun hefur verið dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Árborg.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst