Um helgina verða heilsudagar með fjölbreyttri dagskrá í Skálholti. Markmið heilsudaga er að tengja saman kyrrð og heilsu til líkama og sálar. Þessir dagar eru opnir öllu áhugafólki um kyrrð og heilsu. Umsjón hafa Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari, Helga Hróbjartsdóttir kennari, Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir, Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla og Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Skráning er þegar hafin í síma 486 8870 eða með netfanginu rektor@skalholt.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst