Tónvísinemendur á sinfóníutónleikum með Maxímús Músíkús
Laugardaginn 29. mars sl. fóru 20 vaskir nemendur Tónlistarskóla Árnesinga á sinfóníutónleika í Háskólabíói ásamt þremur kennurum sínum, þeim Edit, Örlygi og Ásu Berglindi. Dagskráin sem sinfóníuhljómsveitin flutti hét „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“. Bók með sama nafni var gefin út þennan dag, en höfundar hennar eru meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn […]
Lögreglan í umferðarátaki

Öllu rólegra var hjá lögreglu í vikunni sem leið en í vikunni á undan og engin alvarleg mál sem upp komu. Lögreglan hélt áfram átaki með umferðina þar sem sérstaklega er kannað með hvort ökumenn séu undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við akstur. Voru vel á annað hundrað bifreiðar stöðvaðar í vikunni og reyndust ökumann […]
Málþing í �?orlákshöfn

Velferðarmálanefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands efna til málþings í Versölum Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, um málefni innflytjenda á Suðurlandi föstudaginn 11. apríl nk. kl. 10.00 – 16.00 (meira…)
Olíufélögin lækka bensínverð

Olíufélögin N1 og Olís hafa lækkað bensínverð í dag en hjá N1 í Vestmannaeyjum hefur verið stanslaus biðröð í allan dag. Sömu sögu er að segja við Bensínsöluna Klett, sem selur bensín fyrir Olís en jafnaðarverð er á öllu bensíni hjá olíufélögunum tveimur á öllu landinu og er lítraverðið 129,40 krónur. (meira…)
Bjarni Harðarson með viðtalstíma
Alþingismaðurinn Bjarni Harðarson verður með viðtalstíma á Hótel Höfn á Hornafirði í kvöld á milli kl 17:30-19. Á Hótel Smyrlabjörgum n.k. föstudag milli kl 9 og 11, að því er fram kemur í tilkynningu frá þingmanninum. Að sögn Bjarna þá eru sem flestir hvattir til þess að koma og hitta hann og fara yfir málin […]
�?rslitaleikur í körfuboltanum um laust sæti í �?rvalsdeild
Í kvöld miðvikudaginn 2.april kl.19:15 verður hreinn úrslitaleikur um laust sæti í Úrvalsdeild spilaður í Iðu á Selfossi. Þá spila FSu og Valur í þriðja leikinn í úrslitaeinvíginu en þetta er jafnframt oddaleikur en sigurvegarinn í þessum leik öðlast þátttökurétt í Iceland Express deildinni í haust. Leikurinn hefst kl.19:15 í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. (meira…)
Bridgehátíð og hrossakjötsveisla
Hin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla verður haldin í Þórbergssetri 5. og 6. apríl næstkomandi. Áhugafólk um bridge og hrossakjötsát er boðið velkomið. Torfi Steinþórsson á Hala var mikill félagsmálafrömuður og áhugamaður um spilamennsku og gekkst hann fyrir bridgekeppni og hrossakjötsveislum í Suðursveit á árum áður. Afkomendur hans hafa tekið að sér að halda merkinu á […]
Hermann í súrefnisklefa

Hermann Hreiðarsson og John Utaka eru nú í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum fyrir leik Portsmouth gegn WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley um helgina. Hermann fékk skurð á fæti í leik Portsmouth og Wigan um helgina og þurfti að fá þrjú spor saumuð til að loka skurðinum. Sjálfur sagði hann […]
Stigahæstu veturgömlu hrútarnir 2007
Á sauðfjárræktarfundum Búnaðarsambandsins í lok mars s.l. voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu veturgömlu hrútana 2007. Um er að ræða alla hrúta sem hafa sláturupplýsingar fyrir a.m.k. 15 sláturlömb. (meira…)
Pæju- og Shellmót ÍBV á uppleið

Knattspyrnumót ÍBV fyrir yngri flokkana, Shellmót og Pæjumót hafa fengið meiri samkeppni síðari ár um þátttakendur á mótunum og sérstaklega hefur Pæjumótið látið á sjá. Forráðamenn ÍBV hafa hins vegar snúið vörn í sókn og nú bendir allt til þess að fleiri þátttakendur verði á mótunum í ár en í fyrra. Þá hefur nafni Pæjumótsins […]