Laugardaginn 29. mars sl. fóru 20 vaskir nemendur Tónlistarskóla Árnesinga á sinfóníutónleika í Háskólabíói ásamt þremur kennurum sínum, þeim Edit, Örlygi og Ásu Berglindi.
Dagskráin sem sinfóníuhljómsveitin flutti hét „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“.
Bók með sama nafni var gefin út þennan dag, en höfundar hennar eru meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst