Kvótaverð lækkar um þriðjung
Kvótaverð hefur lækkað um allt að 35 prósent frá áramótum. Samkvæmt upplýsingum frá kvótamiðlurum er verðið á kílói af þorskkvóta komið úr 4.100 krónum og jafnvel allt niður í 2.700 krónur. Lítil sem engin viðskipti hafa verið með kvóta undanfarnar vikur. (meira…)
Rúmlega 500 búnir að skrifa undir á fimm klukkutímum

Þegar þetta er skrifað hafa 518 skrifað á undirskriftalista Magnúsar Kristinssonar og félaga. Listann má finna á www.strondumekki.is en samkvæmt óvísindalegri athugun blaðamanns, eru um 70% þeirra sem á listann skrifa, búsettir í Vestmannaeyjum. Hægt er að velja þrjá búsetukosti, bý í Eyjum, brottfluttur Eyjamaður eða bý ekki í Eyjum. Þó eru einhverjir sem taka […]
FSu í úrvalsdeild

Karlalið Íþróttafélags FSu tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir þriggja leikja rimmu við Valsmenn. Oddaleiknum lauk með sigri í Iðu fyrir troðfullu húsi og var spennustigið gríðarlega hátt. (meira…)
Hamar enn án sigurs

Hamarsmenn hafa tapað báðum leikjum sínum í riðli 2 í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Hamar mætti BÍ/Bolungarvík um síðustu helgi og tapaði 1-2.Vestfirðingar komust yfir í leiknum en Sigurður Gísli Guðjónsson jafnaði leikinn fyrir Hamar og var staðan jöfn í hálfleik. (meira…)
Hátt í 500 undirskriftir komnar
Síðdegis á þriðjudag höfðu 460 manns skrifað undir mótmæli vegna endurnýjunar á starfsleyfi til Lýsis hf. fyrir fiskþurrkunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Guðmundur Oddgeirsson segir viðtökurnar góðar en söfnuninni átti að ljúka í gær, miðvikudag. Illa hafi hins vegar gengið að fá listann til að liggja frammi hjá þjónustuaðilum í bænum. (meira…)
Jórusöngur í Ingólfsskála, �?lfusi og Selfosskirkju

Nú er komið að hinum árvissu vortónleikum Jórukórsins og í þetta sinn leitar kórinn út fyrir sveitarfélagið Árborg með fyrri tónleikana, en þeir verða í Ingólfskála á Efstalandi Ölfusi fimmtudaginn 17. apríl kl 20:30. Á þessum tónleikum verður hin rómaða kaffihúsastemning þar sem tónleikagestum verður boðið upp á kaffi og konfekt á meðan þeir njóta […]
Ottó Eyfjörð sýnir í Sögusetrinu

Ottó Eyfjörð á Hvolsvelli er mörgum kunnur, ekki aðeins sem vörubílsstjóri til margra ára heldur einnig sem ljósmyndari og ekki síst sem afar liðtækur málari. Hann hefur til fjölda ára málað jafnt landslag sem portretmyndir. (meira…)
Blaka sýnir í Listagjánni

Listakonan Blaka, öðru nafni Þuríður Blaka Gísladóttir, sýnir í Listagjá Bæjar-og héraðsbókasafnsins á Selfossi í apríl. Hún sýnir myndir málaðar með olíulitum á masónít og vatnslitamyndir, einnig tréútskurð og skartgripi. (meira…)
Safna undirskriftum til að mótmæla hafnargerð í Bakkafjöru

Hópur Vestmannaeyinga, undir forystu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns hefur skipulagt undirskriftasöfnun á slóðinni http://www.strondumekki.is. Með þessu vill hópurinn mótmæla byggingu ferjulægis í Bakkafjöru og hvetja yfirvöld til að leysa þann vanda sem samgöngur milli lands og Eyja eru í með því að byggja hraðskreiða ferju sem gengi á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. (meira…)
Lundinn kominn á Víkina
Lundi sást á Víkinni, framan við Mýrdalinn, í gær og þykir það með fyrra fallinu. Sigurmundur G. Einarsson á trollbátnum Gæfu VE sagði að þar væri mikið líf. Fiskurinn fullur af síli og mikið af fugli. Kristján Egilsson, forstöðumaður Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja, sagði að svartfugl, mest álka, væri kominn til Eyja og hefði svartfugl […]