Lundi sást á Víkinni, framan við Mýrdalinn, í gær og þykir það með fyrra fallinu.
Sigurmundur G. Einarsson á trollbátnum Gæfu VE sagði að þar væri mikið líf. Fiskurinn fullur af síli og mikið af fugli.
Kristján Egilsson, forstöðumaður Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja, sagði að svartfugl, mest álka, væri kominn til Eyja og hefði svartfugl farið að setjast upp fyrir nokkru.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst