Þegar þetta er skrifað hafa 518 skrifað á undirskriftalista Magnúsar Kristinssonar og félaga. Listann má finna á www.strondumekki.is en samkvæmt óvísindalegri athugun blaðamanns, eru um 70% þeirra sem á listann skrifa, búsettir í Vestmannaeyjum. Hægt er að velja þrjá búsetukosti, bý í Eyjum, brottfluttur Eyjamaður eða bý ekki í Eyjum. Þó eru einhverjir sem taka undirskriftalistann hæfilega alvarlega.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst