Nú er komið að hinum árvissu vortónleikum Jórukórsins og í þetta sinn leitar kórinn út fyrir sveitarfélagið Árborg með fyrri tónleikana, en þeir verða í Ingólfskála á Efstalandi Ölfusi fimmtudaginn 17. apríl kl 20:30. Á þessum tónleikum verður hin rómaða kaffihúsastemning þar sem tónleikagestum verður boðið upp á kaffi og konfekt á meðan þeir njóta söngsins. Seinni tónleikar kórsins verða síðan með hefðbundnu sniði í Selfosskirkju sunnudaginn 20. apríl kl 17. Efnisskráin er mjög fjölbreytt að vanda, bresk sveitarómantík verður ríkjandi framan af en síðan koma lög í léttari kantinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst