Banaslys á Suðurlandsvegi í �?lfusi á móts við Hvammsveg við Gljúfurárholt
Rúmlega sextugur karlmaður, sem ók lítilli sendibifreið, lést í hörðum árekstri sem varð rétt fyrir klukkan átta í morgun á Suðurlandsvegi í Ölfusi á móts við Hvammsveg við Gljúfurárholt. Áreksturinn varð með þeim hætti að pallbíll, sem var á leið vestur Suðurlandsveg fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á vinstra horni vörubíls, sem […]
Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda lokið
Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem staðið hefur yfir í Reykjavík frá því í gær er rétt lokið. Jóhannes Sigfússon, formaður LS, kom víða við í setningarræðu sinni og sagði m.a. sérkennilegt ef hagsmunasamtök einstakra stétta í landinu gætu ekki lengur komið saman og rætt sín mál án þess að vera grunuð um ólöglegt athæfi. Þar vísaði […]
Guðmundur Runólfsson langstærsti eigandinn í Fiskmarkaði Íslands
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði er orðið langstærsti eignaraðilinn í Fiskmarkaði Íslands. GR er komið með ráðandi hlut í fyrirtækinu eftir kaup á 40% eignarhlut Rjúkanda ehf, sem er félag í eigu nokkurra einstaklinga. Fyrir átti Guðmundur Runólfsson 3,5% í FÍ, en fiskmarkaðurinn er nú að langstærstum hluta í eigu aðila á […]
Höfnin er lífæð samfélagsins

Það fór ekki framhjá neinum sem átti leið um hafnarsvæðið í dag að í Vestmannaeyjum er sjávarútvegurinn ennþá mikilvægasta atvinnugreinin í bæjarfélaginu. Í morgun voru tvö gámaskip við sitthvorn bryggjukantinn við uppskipun, fjögur skip voru að landa afla, eitt að taka ís og önnur að gera klárt fyrir brottför. Það er því engin lygi þegar […]
Gústi og Siggi mættir á klakann

Þeir félagar Andrew Mwesigva (Siggi) og Augustine N´sumba (Gústi) mættu til Eyja með skemmtisnekkjunni Herjólfi í gærkvöldi. Eftir langa bið og langt ferðalag eru þeir loks mættir með bros á vör. Upphaflega áætlunin var að þeir kæmu til Eyja í febrúar en tafir vegna vegabréfsáritunar olli því að þeir komust ekki fyrr en nú. (meira…)
Humar mokveiðist

Humarveiðar eru byrjaðar og Gandí VE landaði sínum fyrsta túr í gær, miðvikudag. Mokveiði er á Eldeyjarsvæðinu og Gandí kom inn með 1100 kíló eftir sólarhringsveiði. Að sögn Guðna Ingvars Guðnasonar, útgerðarstjóra, hófst humarvinnsla strax í frystihúsi Vinnslustöðvarinnar og humarinn sem veiddist var stór og í fínum gæðaflokki. (meira…)
Líkamsárás á hjólabrettasvæði
Þrír sautján og átján ára piltar réðust með kúbeini að sextán ára pilti á sunnudagskvöld á hjólabrettasvæði við Sundhöll Selfoss. Fórnarlambið hlaut bólgur í andliti og eymsli í baki en hann mun vera óbrotinn. (meira…)
Málþing um málefni innflytjenda hefst �?orlákshöfn í dag
Velferðarmálanefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands efna til málþings í Versölum Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, um málefni innflytjenda á Suðurlandi í dag, föstudaginn 11. apríl nk. kl. 10.00 – 16.00. Á málþinginu verða flutt fjölmörg erindi og umræðuhópar munu starfa og skila áliti, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Stofnanir verða með upplýsingatorg þar sem kynnt verður upplýsingaefni […]
Grýlupottahlaupið í 39 ár á Selfossi
Hið árlega Grýlupottahlaup frjálsíþróttadeildar UMF Selfoss hefst laugardaginn 12. apríl kl. 11. Grýlupottahlaupið hefur verið haldið samfleytt í 39 ár. Hlaupið fer þannig fram að hlaupnir eru 850 metrar á sex laugardagsmorgnum. Eftir sex hlaup eru þeir verðlaunaðir sem hlaupið hafa fjögur hlaup eða fleiri og ná bestum tímum. Hlaupið er frá Tíbrá, um Engjaveginn […]