Hið árlega Grýlupottahlaup frjálsíþróttadeildar UMF Selfoss hefst laugardaginn 12. apríl kl. 11.
Grýlupottahlaupið hefur verið haldið samfleytt í 39 ár. Hlaupið fer þannig fram að hlaupnir eru 850 metrar á sex laugardagsmorgnum. Eftir sex hlaup eru þeir verðlaunaðir sem hlaupið hafa fjögur hlaup eða fleiri og ná bestum tímum. Hlaupið er frá Tíbrá, um Engjaveginn og kringum Grýlupottana á tjaldsvæðinu við Gesthús.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst