Um 6.500 manns til Eyja

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá aðilum sem flytja fólk til Eyja þá eru um 6.500 manns staddir í Vestmanna­eyjum á Þjóðhátíð eða á leið til Eyja. Hjá Herjólfi fengust þær upp­lýsingar að fullt væri í sex fyrstu ferðir Herjólfs eftir Þjóðhátíð, það eru tvær á mánudag, ein aðfara­nótt þriðjudags, tvær ferðir á þriðjudag og […]

Unglingalandsmót UMFÍ

Skráningu í Unglingalandsmótið lauk um miðnætti í gær og eru keppendur tæplega 1200 talsins. Gert er ráð fyrir að tímaseðlar og keppnisfyrirkomulag íþróttagreinanna verði tilbúin þegar líður á kvöldið. Tímaseðill í frjálsum íþróttum er tilbúinn og kominn á síðuna undir -meira- auk þess sem mótið er komið í mótaforrit FRÍ. Rásraðir í golfi liggja fyrir […]

Unglingalandsmót UMFÍ haldið á �?orlákshöfn.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.r 11. – 18. ára geta verið með og tekið þátt í skemmtilegri dagskrá. (meira…)

Magnús Kristinsson skattakóngur Eyjanna

Magnús Kristinsson, forstjóri, greiðir hæstu opinberu gjöld í Vestamannaeyjum í ár. Samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Vestmannaeyja greiðir Magnús 27.644.483 krónur í heildargjöld. Ragnheiður Alfonsdóttir greiðir næsthæstu gjöld í umdæminu eða 26.568.570 krónur. (meira…)

Anton og Egill hjá ÍBV til 2010

Þeir Anton Bjarnason og Egill Jóhannsson, ungir og efnilegir knattspyrnumenn í herbúðum ÍBV, framlengdu samningi sínum hjá félaginu til ársins 2010. Báðir hafa þeir komið talsvert við sögu í sumar, Egill hefur leikið ellefu af fjórtán leikjum ÍBV í 1. deild og Anton tíu. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV og má lesa fréttatilkynningu […]

Tveir teknir við að reykja hass við Herjólf

Tveir piltar voru handteknir í Þorlákshöfn í nótt, eftir að hafa verið staðnir að því að reykja hass áður en þeir færu um borð í Herjólf, sem sigldi til Eyja klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir þó til að þeir hafi ætlað að smygla fíkniefnum til Eyja. Mikið eftirlit er við komu ferjunnar þangað í […]

�?rír gistu fangageymslur í Eyjum

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt en að sögn lögreglu gistu þrír fangageymslur fyrir ölvun og ólæti. Að sögn lögreglu hefur talsvert fjölgað í bænum á undanförnum dögum en í gær komu um 1000 manns til Eyja. Þjóðhátíð hefst með formlegri dagskrá á morgun. (meira…)

Allir hjálpast að við undirbúning fyrir helgina

Mikil stemmning ríkir í Þorlákshöfn þessa síðustu daga fyrir Unglingalandsmót. Allflestir eru búnir að bóka sig í einhverja sjálfboðavinnu yfir helgina og íbúar hafa tekið sig saman um að skreyta einhver hverfin í bænum í ákveðnum litum. Enn er þó hægt að bæta við starfsfólki á ýmsum stöðum og geta áhugasamir skráð sig á bókasafninu […]

Umbun til starfsmanna Flóahrepps

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að umbuna öllum starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega með eingreiðslu sem nemur 70.000 kr. Miðað er við að starfsmaður sé starfandi hjá sveitarfélaginu 1. september 2008 og hafi starfað hjá sveitarfélaginu í a.m.k. eitt ár í 100% starfi. Aðrir starfsmenn fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.