Skóflustunga að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag og undirritaði við það tækifæri reglugerð um stækkun þjóðgarðsins til norðurs. Stækunin er innan marka Skútustaðahrepps og verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum. Stækkunin nemur 1.900 km² og er þá þjóðgarðurinn orðinn 13.610 km² að […]

Ragnheiður Elín fer með rangt mál

Það er dæmalaust að lesa grein Ragnheiðar Elínar, oddvita sjálfstæðismanna, á vefjum í dag og er maður þó ýmsu vanur úr þeim herbúðum. Þar er þeim ósanna hræðsluáróðri haldið að fólki að ekki standi til að samþykkja fjárfestingarsamninginn vegna álvers í Helguvík á Alþingi fyrir þinglok. Með sérstakri ánægju skal það ítrekað og sagt hér […]

Bændur funda með framboðum í kvöld

Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að bændur hafi boðað til opinna funda á fjórum stöðum á landinu í kvöld í tengslum við Alþingiskosningarnar. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargreinum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 í kvöld. Þeir verða […]

Ríkisstjórnin hikstar á Helguvík

Þá vitum við það. Vinstri menn ætla sér að stöðva framkvæmdir við Helguvík. Meira virðist liggja á að fjölga listamönnum á ríkisstyrkjum, allt í boði VG, þótt engir fjármunir séu til. Samfylkingin treystir sér ekki til þess að koma fjárfestingasamningi um álver í Helguvík í gegnum þingið áður en þingstörfum lýkur. Fylkingin er ósamstíga í […]

Vinstri græn opna skrifstofu á Selfossi í kvöld

Kosningaskrifstofa Vinstri grænna í Árborg verður opnuð í Selinu við Engjaveg á Selfossi í kvöld klukkan 20:30. Einar Már Guðmundsson rithöfundur flytur ávarp við opnun skrifstofunnar og frambjóðendur í efstu sætum lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi ræða málin. Boðið verður uppá veitingar auk þess sem tónlist verður flutt í Selinu í kvöld. (meira…)

Bjarni Ben i �?orlákshöfn í kvöld

Sjálfstæðismenn hafa verið á ferð um Árnessýslu í dag á framboðsrútu sinni. Í kvöld verður haldinn opinn stjórnmálafundur í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og sérstakur gestur verður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn og frambjóðendur flokksins í Suðurkjördæmi munu ræða við íbúa í Ölfusi um málefni kjördæmisins og landsins alls. Heitt verður á […]

Sjálfstæðismenn og Lýðræðishreyfing mættu ekki á Sólheima

Aðstandendur opins stjórnmálafundar sem haldinn var á Sólheimum í gær eru ósáttir við að Sjálfstæðismenn hafi ekki sent fulltrúa sinn á fundinn. Fyrirfram lágu fyrir almennar spurningar til fulltrúa Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks er varðaði niðurskurð á fjárveitingum til Sólheima á síðustu fjárlögum. Grétar Mar Jónsson var eini sitjandi þingmaðurinn sem mætti en fulltrúar hinna framboðslistanna […]

Menntamálaráðherra ferðast um Suðurkjördæmi

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur verið á ferðalagi um Suðurkjördæmi síðustu daga að kynna sér aðstæður í menntastofnunum í kjördæminu. Í gær heimsótti hún Vestmannaeyjar þar sem hún skoðaði framhaldsskólann í bænum og Þekkingarsetrið í Eyjum. (meira…)

Björgunarmiðstöð opnuð í �?ræfum

300 fermetra björgunarmiðstöð í Freysnesi í Öræfum hefur verið tekin í gagnið. Þar er aðsetur björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum. Húsið hefur hlotið nafnið Káraskjól en björgunarsveitin heitir í höfuðið á Kára Sölmundarsyni sem talin er vera fyrsti skipbrotsmaðurinnn í Öræfum. (meira…)

Heildarafli jókst um 9,8% í mars

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 9,8% meiri en í mars 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 14,2% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn í mars 2009 var 108.612 tonn samanborið við 169.690 tonn í sama mánuði árið áður. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.