Þá vitum við það. Vinstri menn ætla sér að stöðva framkvæmdir við Helguvík. Meira virðist liggja á að fjölga listamönnum á ríkisstyrkjum, allt í boði VG, þótt engir fjármunir séu til. Samfylkingin treystir sér ekki til þess að koma fjárfestingasamningi um álver í Helguvík í gegnum þingið áður en þingstörfum lýkur. Fylkingin er ósamstíga í málinu. Er þetta ekki dæmigert? Skrifar oddviti þeirra í Suðurkjördæmi upp á þetta? Sami maður og skrifar á vefinn pressan.is í gær að …verður því ekkert hik á Helguvíkurframkvæmdum”.
“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst