Hafrannsóknarstofnun mælir ekki með síldveiðum úr sumargotsstofninum

Sýking í íslensku sumargotssíldinni er ekki í rénun samkvæmt nýlegum rannsóknaleiðangri og Hafrannsóknastofnun mælir ekki með veiðum á næstu vertíð nema frekari rannsóknir leiði í ljós jákvæðar niðurstöður, að því er Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. (meira…)
Gott veðurútlit um helgina

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur heldur úti myndarlegum vef um veður og allar hliðar þess. Í nýjasta pistli sínum spáir hann í veðrið um næstu helgi: Svo er að sjá að góðviðri verði á landinu enn eina helgina. Úrkomulaust á mestu og víða sólskin, helst skýjað austanlands. (meira…)
Ungur Eyjapeyi hefur lokið liðsforingjaþjálfun

Ungur Eyjapeyi, Tryggvi Hjaltason, hefur undanfarin tvö ár stundað í Bandaríkjunum. Á ensku kallast námið Global Security and Intelligence Studies, sem gæti útlagst alþjóðleg öryggis- og gagnagreining. Tryggvi segir að gert sé ráð fyrir fjögurra ára námi en hann Meðfram náminu stundaði Tryggvi nám hjá bandaríska hernum og hefur lokið liðsforingjaþjálfun. (meira…)
�?næði í Birkihlíðinni
Íbúar við Birkihlíð urðu fyrir ónæði á sunnudagskvöld. Rúða var brotin í einu húsi, gluggi spenntur upp í öðru, og barið á glugga í því þriðja. Húsin standa hlið við hlið og þrátt fyrir að gluggi hafi verið spenntur upp í einu húsanna var engu stolið þaðan. (meira…)