Lengi dreymt um England

„Ég var farinn að halda að það væri allt búið hjá mér í fótboltanum, en þá opnast skyndilega þessi möguleiki. Mig hefur lengi dreymt um að spila í Englandi og það er vissulega möguleiki á að sá draumur verði að veruleika,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Morgunblaðið í gær. (meira…)
Eyjamenn leggja meira til þjóðarbúsins, ríkisvaldið verðlaunar þá með auknum niðurskurði

Ánægjulegt er að sjá í Eyjafjölmiðlunum, fréttir þess efnis að Vestmannaeyjar eru að auka hlut sinn í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Það sannast nú betur en nokkru sinni áður hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið að atvinnulífið sé öflugt í sjávarútvegsplássum eins og Vestmannaeyjum. (meira…)
Engin kreppa í Vestmannaeyjum

Meðan að kreppan á Íslandi kemur einna harðast niður á börnum sem Íslendingar hafa verið að hjálpa úti í heimi þá segir Vestmannaeyingurinn Bjarni Jónasson enga kreppu í Vestmannaeyjum og gefur 250.000 kr. í neyðarsjóð ABC barnahjálpar til að liðsinna skjólstæðingum ABC barnahjálpar. Með þessu framtaki vill hann hvetja aðra Vestmannaeyinga til að rétta hjálparhönd […]
Vilja að tryggt verði að uppbygging og starfsemi skipalyftunnar verði ekki niðurgreidd

Samtök iðnaðarins og MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði hafa sent erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er að tryggt verði að uppbygging og rekstur skipalyftunnar í Vestmannaeyjum verði ekki niðurgreiddur úr hafnarsjóði eða bæjarsjóði eins og stefnt er að. (meira…)
Nóg að gera hjá Sjálfstæðismönnum um helgina

Nóg er um að vera hjá Sjálfstæðisfélögunum í Eyjum laugardaginn 28 nóvember næstkomandi. Klukkan 11:00 er hefðbundinn laugardagsfundur í Ásgarði og er gestur fundarins Arnar Sigurmundsson og fundarefnið er málefni lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðsmál eru hitamál hjá þjóðinni og er hver og einn orðinn sérfræðingur í þessum málum. Það verður því eflaust spennandi fundur á laugardaginn þegar […]
Staðan óvíða betri

Vilborg Þorsteinsdóttir, móttökufulltrúi hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi, sagði að um fimmtíu manns væru á atvinnuleysisskrá í Eyjum og tveir þriðju af þeim væru í einhverri vinnu. „Það eru 754 án atvinnu á Suðurlandi sem þýðir þriggja prósenta atvinnuleysi og þar af eru 50 hér eða um tvö prósent. Þetta þýðir fækkun hér í Eyjum en […]