Meðan að kreppan á Íslandi kemur einna harðast niður á börnum sem Íslendingar hafa verið að hjálpa úti í heimi þá segir Vestmannaeyingurinn Bjarni Jónasson enga kreppu í Vestmannaeyjum og gefur 250.000 kr. í neyðarsjóð ABC barnahjálpar til að liðsinna skjólstæðingum ABC barnahjálpar. Með þessu framtaki vill hann hvetja aðra Vestmannaeyinga til að rétta hjálparhönd og létta undir með framfærslu þeirra 12.000 barna sem Íslendingar sjá fyrir menntun og nauðþurftum í gegnum ABC barnahjálp í fátækum löndum Afríku og Asíu.