Nóg er um að vera hjá Sjálfstæðisfélögunum í Eyjum laugardaginn 28 nóvember næstkomandi. Klukkan 11:00 er hefðbundinn laugardagsfundur í Ásgarði og er gestur fundarins Arnar Sigurmundsson og fundarefnið er málefni lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðsmál eru hitamál hjá þjóðinni og er hver og einn orðinn sérfræðingur í þessum málum. Það verður því eflaust spennandi fundur á laugardaginn þegar Arnar fer yfir málin og tekur við fyrirspurnum úr sal.