Vilborg Þorsteinsdóttir, móttökufulltrúi hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi, sagði að um fimmtíu manns væru á atvinnuleysisskrá í Eyjum og tveir þriðju af þeim væru í einhverri vinnu. „Það eru 754 án atvinnu á Suðurlandi sem þýðir þriggja prósenta atvinnuleysi og þar af eru 50 hér eða um tvö prósent. Þetta þýðir fækkun hér í Eyjum en fjölgun á Suðurlandi. Til samanburðar þá eru 1685 án atvinnu á Suðurnesjum sem er 8,1 prósent af mannafla. Í nóvember í fyrra var atvinnuleysi á landinu 3,3 prósent en er nú 7,6 prósent á öllu landinu, “ sagði Vilborg.