Sighvatur hafði það

Og það tókst! Sighvatur sendir hér síðasta myndbandið af ferðalagi sínu umhverfis jörðina á 80 dögum. Hann er loksins kominn til Copacabana-strandar í Ríó á 80. degi eftir spennandi lokasprett. Markmiðinu er náð og hann getur fengið sér margarítu á ströndinni áður en hann heldur heim á leið. Sighvatur lítur einnig yfir ferðalagið sem hefur […]
�?etta gengur ekki svona lengur

Enn og aftur er ferð Herjólfs til Landeyjahafnar felld niður. Þrátt fyrir fjögurra mánaða stopp er enn nánast allt við það sama. Svo virðist vera sem gagnlítið dæluskip hafi verið fengið, sem afkastar ekki neinu. Hver tók þessa ákvörðun? (meira…)
Huges kominn með leikheimild

Enski miðjumaðurinn Bryan Hughes er kominn með leikheimild og getur því leikið með ÍBV gegn Val á morgun, miðvikudag. Hughes var kynntur til leiks í dag en hinn 34 ára gamli sóknartengiliður er gríðarlega leikreyndur og á að baki 128 leiki í ensku úrvalsdeildinni en í þeim hefur hann skorað 10 mörk. (meira…)
ÍBV sækir utandeildarlið heim

Í hádeginu í dag var dregið í 32ja liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar í karlaknattspyrnu. Eyjamenn áttu tvö lið í pottinum, ÍBV og KFS en KFS hafði unnið bæði Árborg og Álftanes í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Bæði lið fengu útileiki, ÍBV sækir utandeildarlið Kjalnesinga heim en KFS mætir Létti á útivelli en liðin leika í […]
Nýtt merki �?jóðhátíðar

Ein allra stærsta og elsta hátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur nú formlega öðlast opinbert merki (e. Logo). Þar sem að téð Þjóðhátíð hefur séð landanum fyrir einstakri upplifun síðan 1874 má glöggt sjá að þetta markar straumhvörf í 137 ára glæstri sögu hátíðarinnar, og í raun Íslands sjálfs. (meira…)
Hroki og sjálfumgleði þessa fyrrverandi ritstjóra er með eindæmum

Einn mesti hrokagikkur landsins Jóna Kristjánson fyrrverandi ritstjóri DV ræðir um meinta heimsku Vestmannaeyinga á síðu sinni. Ég sá þessi skrif hans á eyjar.net. Satt best að segja varð ég undrandi og hneykslaður á að sjá slík skrif um núverandi og fyrrverandi íbúa Vestmannaeyja. (meira…)
Kiwanismenn selja K-lykilinn á föstudag og laugardag

Kiwanislykillinn, lykill að lífi verður seldur í Eyjum á föstudag og laugardag. Kiwanismenn munu vera fyrir fram an helstu verslanir bæjarins og bjóða lykilinn til sölu á 1500 krónur. Að þessu sinni er K-lykillinn alvöru lykill, af ASSA gerð og gengur að öllum venjulegum Assa skrám. (meira…)
Rólegt þrátt fyrir fjölda gesta

Vikan var með rólegra móti þrátt fyrir mikinn fjölda fólks í bænum í tengslum blakmót sem hér var haldið. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og engin teljandi vardræði sem hlutust af gestum skemmtistaða. Reyndar þurfti lögreglan eitthvað að aðstoða fólk sem átti í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar sökum ölvunar. (meira…)
Dagsektir skila engu

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um að leggja dagsektir á Sorporkustöð Vestmannaeyja getur þýtt að bærinn verði að hætta við að kaupa nýja sorpbrennslustöð, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Umhverfisstofnun ákvað í gær að leggja 50 þúsund króna dagsektir á Sorporkustöð Vestmannaeyja vegna mengunar frá stöðinni. Unnið hefur verið að úrbótum en það ekki skilað tilætluðum árangri. Elliði Vignisson […]
Hádegisferð Herjólfs fellur niður vegna sjólags

Vegna sjólags falla ferðir Herjólfs klukkan 11:30 frá Vestmannaeyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn niður. Kvöldferðirnar klukkan 21:00 og 22:15 verða farnar samkvæmt áætlun segir í fréttatilkynningu frá Eimskip. (meira…)