Bjartara yfir og lítið öskufall síðdegis

Nú er talsvert bjartara yfir í Vestmannaeyjum en fyrir hádegi og virðist sem öskufall sé nú í lágmarki. Upp úr klukkan átta í morgun bætti hressilega í vind þannig að sú aska sem hafði sest niður á Heimaey í nótt, fauk öll upp. Nú lítur út fyrir að askan hafi að mestu fokið á haf […]

Lokahófi fimleikanna frestað

Lokahófi Fimleikafélagsins Ránar, sem átti að hefjast nú síðdegis, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er auðvitað öskufall og þær aðstæður sem eru í Vestmannaeyjum en lokahófið átti að fara fram í íþróttamiðstöðinni. Nýr tími lokahófsins verður auglýstur síðar. (meira…)

Aðstæður ekki æskilegar fyrir skólahald

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja var fellt niður í morgun vegna öskufallsins. Kaldhæðni örlaganna eru þau að í dag áttu að hefjast svokallaðir Sólskinsdagar en sólin nær varla að skína í gegnum öskuskýið. Í pósti sem Fanney Ásgeirsdóttir sendir á foreldra grunnskólabarna segir aðstæður til skólahalds séu slæmar, bæði utandyra sem innandyra því allir gluggar skólabygginganna […]

Líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum

Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum. Umtalsvert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og fínt öskufjúk er nú í bænum. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja bendir fólki á að unnt er að nálgast rykgrímur á lögreglustöð, heilbrigðisstofnuninni og á slökkvistöðinni […]

Eyjamenn sækja grímur í öskufallinu

Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja hvetur fólk með öndunarfærasjúkdóma til að vera ekki á ferli í Eyjum en töluverð aska hefur fallið þar í morgun. Þá er eigendum búfjár bent á að huga að dýrum sínum. Lögregla segir að nær stanslaus umferð fólks hafi verið um lögreglustöðina í Eyjum í morgun þar sem íbúar eru að sækja sér […]

Skólahald fellur niður

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja fellur niður í dag, mánudaginn 23. maí, vegna öskufalls. Talsvert öskufall er nú í Eyjum, svipað og var þegar mest var í gær. (meira…)

Tryggvi er kinnbeinsbrotinn

Tryggvi Guðmundsson, sóknarmaðurinn reyndi hjá Eyjamönnum, er kinnbeinsbrotinn eftir höggið sem hann fékk í leiknum gegn Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í kvöld, en hann staðfesti þetta við Fótbolta.net nú rétt fyrir miðnættið. Tryggvi og Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur rákust harkalega saman undir lok fyrri hálfleiks. Tryggva var skipt af velli í leikhléinu og hann […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.