Nú er talsvert bjartara yfir í Vestmannaeyjum en fyrir hádegi og virðist sem öskufall sé nú í lágmarki. Upp úr klukkan átta í morgun bætti hressilega í vind þannig að sú aska sem hafði sest niður á Heimaey í nótt, fauk öll upp. Nú lítur út fyrir að askan hafi að mestu fokið á haf út og nú vantar bara rigningu til að skola restinni í burtu.