Tryggvi Guðmundsson, sóknarmaðurinn reyndi hjá Eyjamönnum, er kinnbeinsbrotinn eftir höggið sem hann fékk í leiknum gegn Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í kvöld, en hann staðfesti þetta við Fótbolta.net nú rétt fyrir miðnættið. Tryggvi og Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur rákust harkalega saman undir lok fyrri hálfleiks. Tryggva var skipt af velli í leikhléinu og hann síðan fluttur á sjúkrahús í Reykjanesbæ.