Grímur kokkur býður í mat á morgun

Kl. 11:30 til 13:00 á morgun, föstudag, ætlar Grímur kokkur og hans fólk að bjóða öllum Vestmannaeyingum í mat niður á Vigtartorg, þar sem hann ætlar að kynna nýjung frá sér og gefa öllum fiskistangir, franskar og sósu og Ölgerðin ætlar að gefa gos til að skola þessu með. (meira…)

Vigtartorgið farið að taka á sig mynd

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á nýja Vigtartorginu við smábátahöfnina en framkvæmdir ná hámarki í dag, fimmtudag og á morgun. Þá gefst Eyjamönnum, ungum sem öldnum, tækifæri til að mæta á svæðið, taka þátt við að smíða, mála eða gróðursetja, nú eða bara fylgjast með hinum vinna og gefa góð ráð. Stefnan er að klára […]

Skemmtun í hæsta gæðaflokki

Á morgun, föstudaginn 1. júní klukkan 18:00, verður sannkallaður stórleikur á Hásteinsvellinum. Þá munu lið ÍBV og Fylkis leiða saman hesta sína í Minningarleik Stein­gríms Jóhannessonar. Liðin verða skipuð gömlum leikmönnum félag­anna og leiktíminn verður 2×30 mínútur. Aðgangseyrir er aðeins 1.000 krónur en börn fá frítt á völlinn. Þá gefst fyrirtækjum og öðrum áhugasömu möguleiki […]

Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins

Í Vestmannaeyjum er Sjómannadagurinn einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður sem og aðra ættingja vorum svo sannarlega stoltir af því að tengjast þeim og þar með Sjómannadeginum. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þessi dagur er miklu meira en […]

Bikarleik frestað

ÍBV átti að sækja Víking Ólafsvík heim í næstu viku en leik liðanna hefur nú verið frestað til þriðjudagsins 12. júní. Þetta er gert þar sem þeir Abel Dhaira og Tonny Mawejje, leikmenn ÍBV eru að leika með úganska landsliðinu í knattspyrnu en leikmennirnir héldu af landi brott í gær. (meira…)

Varnaðarorð frá Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja um sólskoðun

Sólskoðun getur verið einstaklega ánægjuleg tilbreyting við stjörnuskoðun að nóttu til. Fyrir það fyrsta er sólskoðun stunduð að degi til þegar oftast er nokkuð hlýtt í veðri. Þar að auki er sólin mjög tilkomumikil og getur tekið sjáanlegum breytingum á nokkrum mínútum og klukkustundum. Aftur á móti er mjög mikilvægt að fara með gát og […]

Vignir Stefánsson í raðir Valsmanna

Valsmenn hafa fengið liðstyrk fyrir átökin í N1-deildinni í handbolta næsta vetur en Vignir Stefánsson, hornamaður úr Eyjum, hefur samið við liðið til þriggja ára. Vignir er 22 ára vinstri hornamaður sem hefur leikið með ÍBV allan sinn feril og verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hann skoraði 59 mörk í 20 leikjum með ÍBV í […]

Foreign Monkeys með tónleika á laugardag

Foreign Monkeys verða með dúndrandi tónleika uppi á vigtarhúsinu við hið nýja og glæsilega Vigtartorg nk. laugardag, 2. júní kl. 16:00. Tónleikarnir eru liður í dagskrá sjómannahelgarinnar. Foreign Monkeys eru á mikilli siglingu þessa dagana en nýjasta lag þeirra Zoology er í spilun á X-inu 977 og situr nú þegar þetta er ritað í 11. […]

Risarokktónleikar á morgun

Það stefnir í frábært kvöld í Höllinni á morgun, föstukvöldið 1. júní þegar Biggi í Gildrunni, Páll Rósinkrans, Magni og Eyþór Ingi ætla að þenja rokkraddböndin og taka alla helstu slagara rokksins síðustu áratugi. Með þeim verður eðalhljómsveit, skipuð einhverjum mestu rokkhundum Íslandssögunnar en þetta eru tónleikar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.