Skemmtun í hæsta gæðaflokki
31. maí, 2012
Á morgun, föstudaginn 1. júní klukkan 18:00, verður sannkallaður stórleikur á Hásteinsvellinum. Þá munu lið ÍBV og Fylkis leiða saman hesta sína í Minningarleik Stein­gríms Jóhannessonar. Liðin verða skipuð gömlum leikmönnum félag­anna og leiktíminn verður 2×30 mínútur. Aðgangseyrir er aðeins 1.000 krónur en börn fá frítt á völlinn. Þá gefst fyrirtækjum og öðrum áhugasömu möguleiki á að kaupa miða í forsölu í dag en hægt er að sækja miðana í Prentsmiðjuna Eyrúnu. Einungis þarf að leggja fram kvittun fyrir millifærslu að reikningi en upplýsingar um reikningsnúmer má finna hér að neðan.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst