Góður sigur á �?ór/KA

ÍBV tók á móti Þór/KA í kvöld. ÍBV hefur gengið vel í sumar, en þær hafa aðeins tapað tveimur leikjum. Fyrir leikinn var Þór/KA í 6. sæti Pepsi-deildarinnar en ÍBV í því þriðja. Stelpurnar þurftu því á sigri að halda ef þær ætluðu ekki að missa af Stjörnunni og Breiðablik sem eru í efstu tveimur […]
Gefur út disk með myndum frá Heimaeyjargosinu

Kiwanisklúbburinn Eldfell í Reykjavík, sem er að stofni til kiwansklúbbur brottfluttra Vestmannaeyinga, hefur undanfarna mánuði safnað saman myndum frá Heimaeyjargosinu 1973 og er safnið orðið ansi hreint flott með yfir 3.000 myndum, sem er langt umfram væntingar. Nú hefur klúbburinn gefið út disk með því helsta úr þessu safni og er hann til sölu hjá […]
Herjólfur siglir aukaferð á sunnudaginn

Mikil ásókn er í farmiða með Herjólfi næsta sunnudag. Bæði vegna 40 ára gosloka afmælis og er það megin ástæðan en síðan bætist við bikarleikur ÍBV og KR á þessum degi. Aukaferðin verður klukkan 19:00 frá Eyjum og 20:00 frá Landeyjahöfn. Smávægileg breyting verður á tveimur brottfarartímum frá Vestmannaeyjum og einum brottfarartíma frá Landeyjahöfn. (meira…)
Nota vinnusiðferði sjómennskunnar við námið

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Þorvald Ásgeirsson, sjómann úr Eyjum sem varð að söðla um eftir vinnuslys. „Ég var lengi á sjó og tók það vinnusiðferði með mér sem ég hafði lært þar; að halda áfram að vinna og vinna þar til verkefninu lyki. Þetta er ekki flókið,“ segir Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, spurður […]
Vill láta greina 3-4 heppilega staði undir hótel

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var samþykkt að hafna umsókn H-Eyjar um lóð í Hásteinsgryfju undir 120 herbergja hótel. Þess í stað samþykkir bæjarstjórn að láta vinna faglega skipulagsúttekt í Vestmannaeyjum með það að leiðarljósi að greina 3 til 4 heppilega staði undir hótel. Þegar slíkt liggur fyrir verður niðurstaða kynnt í Safnahúsi og […]
Tvö efstu lið síðasta sumars mætast í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs/KA á Hásteinsvelli klukkan 18:00 í dag. Liðin náðu sögulegum árangri síðasta sumar, urðu í tveimur efstu sætunum en langt er síðan tvö landsbyggðarfélög gerðu það í efstu deild á Íslandi. Gengi Íslandsmeistaranna hefur ekki verið gott það sem af er sumars en liðið er í 6. sæti […]