Herjólfsdeilan að leysast?

Búist er við að undirritað samkomulag milli Sjómannafélags Íslands og Eimskips á mánudag. �?etta kemur fram á mbl.is en Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands staðfestir þetta. Jónas segir að samkomulag hafi legið fyrir í gærkvöldi en verið sé að kynna samninginn fyrir félagsmönnum. Hann vildi ekki tjá sig um efni samningsins að svo stöddu. Eftir […]

Erfiður róður framundan hjá KFS

KFS tapaði í dag fyrir Kára frá Akranesi í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 4. deildar en leikurinn fór fram á Týsvellinum. Lokatölur urðu 1:2 en staðan í hálfleik var 1:1. Skagamenn voru sterkari lengst af en Eyjamenn fengu sín færi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir að hafa lent undir. En inn vildi tuðran ekki […]

Herdís Gunnarsdóttir verður nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Kristján �?ór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu annast þriggja manna nefnd hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana og má engan skipa til starfa nema […]

Haustfegurð í Eyjum

�?að er aðeins farið að hausta og litir haustsins að taka við. Sigríður Högnadóttir, Sísí, er mikill náttúruunnandi, fer víða um eyjuna og myndar hana mikið. Á þessum fögru haustdögum undanfarið hefur hún myndað þessa fegurð og gaf eyjafréttum góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar mynda sinna. (meira…)

KFS spilar í undanúrslitum í dag á Týsvelli

KFS, undir stjórn Hjalta Kristjánssonar, er komið í undanúrslit 4. deildar karla. Eyjamenn eru því aðeins tveimur leikjum frá því að komast upp í 3. deild en í undanúrslitum mætir KFS Kára. Leikið er heima og heiman og fer fyrri leikur liðanna fram í dag í Eyjum, á Týsvellinum og hefst klukkan 15:00. Mikilvægt er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.