KFS spilar í undanúrslitum í dag á Týsvelli
6. september, 2014
KFS, undir stjórn Hjalta Kristjánssonar, er komið í undanúrslit 4. deildar karla. Eyjamenn eru því aðeins tveimur leikjum frá því að komast upp í 3. deild en í undanúrslitum mætir KFS Kára. Leikið er heima og heiman og fer fyrri leikur liðanna fram í dag í Eyjum, á Týsvellinum og hefst klukkan 15:00. Mikilvægt er að ná góðum úrslitum í heimaleiknum en liðin mætast svo að nýju á Akranesi á miðvikudag. �?jálfari Kára er einn reyndasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, Sigurður Jónsson sem m.a. var á mála hjá stórliðinu Arsenal. En Eyjamenn tefla fram reyndum leikmönnum á vellinum, m.a. einum af markahæstu íslensku leikmönnunum frá upphafi, Tryggva Guðmundssyni og miðjumanninum reynda Sigurvini �?lafssyni. �?að verður því enginn svikinn af því að mæta á Týsvöllinn í dag í smá nostalgíuferð.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst