Sterkast að heyra í barnafólki og hlusta á þeirra hugmyndir um lausn mála

Kveikjan að því að taka aftur upp þráðinn í leikskólamálum er stutt viðtal við tvíburamóður sem birtist í fyrsta tölublaði Eyjafrétta á árinu. �?ar nefndi hún, aðspurð út í væntingar sínar til ársins 2017, að hún vonaðist innilega til þess að synir hennar tveir kæmust inn á leikskóla á árinu. �?að er alls ekki víst […]

ATH: Breyttur fundartími: Kynningarfundur fyrir samstarfsaðila vegna frístundastyrkjar

Vestmannaeyjabær auglýsir kynningarfund fyrir þá aðila sem áhuga hafa að sækja um samstarfssamning við Vestmannaeyjabæ vegna frístundastyrks til barna í íþrótta- og tómstundaiðkun. Markmið fundarins er að kynna væntanlegum samstarfsaðilum markmið og tilgang frístundastyrks og fara yfir þær forsendur sem settar eru fyrir samstarfssamningi. Fundurinn er haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvar fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. […]

Hversdagsheimur og stórviðburðir Vestmannaeyja í sjötíu ár

Sumarið 1947 fór Sigurgeir Jónasson í Skuld út í Álsey. Meðferðis hafði hann myndavél er systir hans, Sjöfn, hafði fengið skömmu áður í fermingargjöf. Skyldi nokkurn tíma hafa hvarflað að þessum 12 ára dreng að þar með væri ævibrautin ráðin, með myndavél um hálsinn næstu 70 árin? Myndaalbúm eru enn varðveitt í Álsey frá þessari […]

Fréttatilkynning – 1973 í bátana

�?egar gos hófst á Heimaey 1973 var fljótlega farið í það að koma íbúum og gestum frá Eyjunni. Flestir fóru með bátum, einhverjir fóru með flugi og svo voru aðrir sem fóru ekki strax. Við komuna til Reykjavíkur um morguninn var fólkið skráð og hvert það fór, alls um 4216 manns. Aldrei var skráð hvaða […]

Sighvatur sendir Sigurgeir kveðju – myndband

Sigurgeir Jónasson ljósmyndari var á þriðjudaginn valinn Eyjamaður ársins 2016 af Eyjafréttum. Innilega til hamingju og takk fyrir gott samstarf í gegnum árin Sigurgeir og fjölskylda. Oftar en ekki hafa myndir Sigurgeirs komið að góðum notum við verk mín. Að minnsta kosti tvisvar hefur mér tekist að koma honum hinum megin við myndavélina. �?essa sjónvarpsfrétt […]

Teldu bílana

Í vikunni var gengið frá samningi um smíði nýrrar ferju sem þjóna á okkur væntanlega næstu tvo áratugina í siglingum milli lands og eyja. Teikningar af nýrri ferju fylgdu með frétt Vegagerðarinnar. Nú geta lesendur – sér til gamans – glöggvað sig á bíladekkinu með því að telja bíla og vagna. Efri teikningin er efra […]

Sigríður Lára Íþróttamaður Vestmannaeyja 2016

Sigríður Lára Garðarsdóttir knattspyrnukona er Íþróttamaður Vestmannaeyja 2016. �?etta var upplýst á samkomu í Höllinni í gærkvöldi þar sem félög innan ÍBV kynntu hvert sinn íþróttamann. �??Sísí Lára er fædd í Vestmannaeyjum 1994. Hún hóf mjög ung að stunda íþróttir í Eyjum og stundaði ásamt knattspyrnunni handbolta og golf áður en hún valdi að einbeita […]

PopArt sýning í Einarsstofu í Safnahúsi

Listamennirnir Ingvar Björn �?orsteinsson og Oddur Eysteinn Friðriksson sýna um þessar mundir það sem kallað er PopArt í Einarsstofu í Safnahúsi. Sýningin sem stendur fram yfir mánaðamót hefur notið mikilla vinsælda og ekki hvað síst hafa ungir sem aldnir haft gaman af því að nota þrívíddargleraugun sem liggja frammi á sýningunni. Með því að setja […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.